Undursamlegt smjörkrem

Ókei, ég held að þetta sé mýksta og yndislegasta smjörkrem sem ég hef látið ofan í mig. Ég setti það á afmæliskökuna fyrir krakkaafmæli dóttur minnar núna um daginn, og svo sátum við maðurinn minn og nörtuðum í afganginn allan daginn! Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt sko… 🙂

20130414-202556.jpg

Undursamlegt smjörkrem
100 gr íslenskt smjör við stofuhita
1 bolli flórsykur
1 tsk vanilludropar
100 gr 56% súkkulaði
6 msk rjómi (meira eða minna eftir smekk)

Ég byrjaði á því að þeyta smjörið aðeins og setti svo flórsykurinn ofan í og þeytti þar til hafði blandast. Þá bræddi ég súkkulaðið, og setti það saman við ásamt vanilludropunum og hrærði vel. Losaði kremið reglulega frá hliðunum á skálinni svo það myndi blandast  vel. Þegar kremið var orðið samlagað, þá bætti ég við einni msk af rjóma í einu og þeytti vel á milli. Þegar ég var komin með 6 msk af rjóma var kremið orðið svo undursamlega létt og bragðgott að ég hefði getað borðað það eins og það kom fyrir (sem voru einmitt örlög afganganna úr skálinni..)

Kakan var bara einn botn af djöflatertu sem ég setti kremið á, þessi klassíska úr Hagkaupsbókinni eftir Jóa Fel. En þetta krem myndi sóma sér vel á hvaða mjúku god-damn-gorgeous súkkulaðiköku sem er.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s