Mexíkó-súpa

Mexíkanska kjúklingasúpan með chili-sósunni og rjómaostinum er rosalega vinsæl, og eru þær vinsældir verðskuldaðar, þar sem þar er á ferðinni algjör prima súpa ef vel tekst til! Ég á uppskrift, ef uppskrift skyldi kalla, að mexíkanskri kjúklingasúpu sem er einfaldari, og vinsælli í minni fjölskyldu (foreldrar mínir og systir fara á límingunum ef þau vita af því að ég sé að elda hana).

20130324-192358.jpg

Mexíkönsk kjúklingasúpa – „the easiest way“ f. ca 4.
1 pakki Mexikansk tomatsuppe fra Guerro frá Toro
1 krukka salsasósa (Ég nota ýmist mild eða medium, santa maria er uppáhalds sósan mín)
2 kjúklingabringur eða afgangs kjúklingur, skorinn smátt
Kartöflur, 3-4 meðalstórar
Annað grænmeti eftir smekk, t.d. paprikur, sætar kartöflur, blaðlaukur, gulrætur..
Kjúklingakrydd, eða annað gott krydd

Brytjið kjúklingabringurnar eða afgangs kjúklinginn, ég kýs að hafa hann mjög smátt brytjaðan. Afhýðið kartöflur og brytjið, ég kýs líka að brytja þær frekar smátt – því smærra, því styttri eldunartími. Skerið annað grænmeti ef þið kjósið.

Undirbúið súpuna eftir leiðbeiningum á pakka, og leyfið suðunni að koma upp. Þegar hún er farin að sjóða skellið þið salsasósunni útí og hrærið, og látið svo kartöflurnar og grænmetið út í.

Steikið kjúklinginn á pönnu með smá olíu og kryddið með kryddi að smekk, ég kýs að nota kjúklingakrydd, og svolítið vel af því, svo það sé bragð af kjúklingnum í súpunni. Steikið kjúklinginn þar til hann er lokaður, en hann þarf ekkert endilega að vera steiktur í gegn þar sem hann heldur áfram að eldast í súpunni. Ég reyni að hella ekki öllum safanum á pönnunni í súpuna, heldur týni bara kjúklinginn af pönnunni með spaða útí súpuna. Þegar allt er komið í pottinn, þá er bara að hræra þetta og láta þetta svo bulla í friði í kannski 20-30 mínútur, eða a.m.k. þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Því lengri suða, því betri súpa.

Berið fram með muldu doritosi (eða öðrum nachos flögum) og rifnum osti. Sumir kjósa að hafa líka sýrðan rjóma, aðrir harðsoðin egg – ég persónulega verð að hafa harðsoðin egg með tómatsúpu, jafnvel þótt hún sé mexíkönsk. Furðulegt? kannski.

Ég mæli með að gera mikið af þessari súpu í einu svo hún endist í nokkra daga. Hún verður enn betri daginn eftir, og daginn þar á eftir, en það gæti aðeins þurft að þynna hana þegar hún er hituð upp. Ef maður kýs það yfir höfuð að hita hana! Mér finnst geggjað að nota hana bara sem ídýfu fyrir nachos daginn eftir 😛

Verði ykkur að góðu!

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s