Marensbomba

Þessi hefur fylgt mér í mörg ár, og er alltaf jafn góð. Það eru sennilega til eins margar útgáfur af svona marengsbombum eins og húsmæðurnar eru margar, en mig langar að leggja mína útgáfu í púkkið! 🙂

Ef ég baka marengs sérstaklega til að gera marengsbombu, þá kýs ég að baka eina ofnskúffu af rice krispies marengs, sem dugar þá í 2-3 svona bombur. Mér finnst voða gott að eiga afgang af marengsplötunni í poka uppí skáp, hann skemmist ekki svo glatt ef hann er í vandlega lokuðum pokanum.

Marengs
5 eggjahvítur
125 gr sykur
125 gr púðursykur
ca 1-2 bollar Rice Krispies

Þeytið eggjahvítur þar til stífar, bætið þá sykri út í í nokkrum slöttum og þeytið vel á milli. Þeytið þar til sykurinn hefur leyst upp. Blandið Rice krispies saman með sleif, breiðið út á eina ofnskúffu og bakið við ca 130 gr í 1 klst.

Bomban
1/2 líter rjómi
1 askja jarðarber
2-3 kíví
hrískúlur eða nóakropp

Þeytið rjómann og brjótið marengsinn saman við, notið ca þriðjung eða helming af ofnskúffunni, smakkið til. Smyrjið blöndunni í form. Skerið jarðarber í smáa bita, afhýðið kíví og skerið þau líka. Á myndinni sem fylgir var ég einnig með ferskar ferskjur, og það kom vel út. Dreifið ávöxtunum yfir svo lítið sem ekkert sjáist í marengsblönduna. Stráið hrískúlum ofan á. Jafnvel hægt að skreyta með að drissla smá bráðnu súkkulaði yfir.

Gott er að láta marengsinn standa í rjómanum yfir nótt, eða allavega í einhverja klukkutíma til að marengsinn leysist upp. Þá er best að setja ávextina ofan á eftir að marengsinn og rjóminn hafa fengið að standa svo þeir verði ekki þreyttir.

Þetta borðast alltaf voðalega vel í veislum, og ég veit að sumir hafa fengið sér svona bombu í stað rjóma með súkkulaðikökum! Það er held ég bara það mesta 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s