Pylsupottréttur

Einfaldasti matur í heimi, sem öll börn ættu að borða með bestu lyst.

20130203-135257.jpg

Þetta er varla matur til að blogga um, en hann er bara svo fáránlega einfaldur, og skotheldur. Og – er „one-pot“! Ég held að það sé ekki hægt að klúðra þessum mat!

Pylsupottréttur f. 4
Góð lúka spaghetti (ég nota eingöngu heilhveiti spaghetti, en það er auðvitað ekkert möst)
10 SS vínarpylsur (við notum bara 7-8 pylsur, afþví dætur okkar 2 og 4 ára borða ekki alveg á við fullvaxna – ennþá)
1 laukur
Tómatsósa, og nóg af henni.

Ég sver það, að þessi uppskrift ætti að vera í Disney-matreiðslubókunum, afþví hún er svo einföld. Skera laukinn, ég sker hann voða gróft, þar sem ég þarf hvort eð er að týna hann úr fyrir dæturnar (en það má ekki sleppa honum, hann mildar bragðið af tómatsósunni og gefur voða sérstakt og gott bragð). Setjum spaghetti-ið í pott og sjóðum eftir fyrirmælum á pakkanum, nema, við sjóðum laukinn með því. Á meðan spaghettiið sýður, brytjum við pylsurnar í þunna bita, og bætum þeim svo út í vatnið með spaghettiinu síðustu mínútuna eða tvær.

Þegar spaghettiið er soðið, sigtum við vatnið frá öllu saman og skellum því svo aftur í pottinn og á helluna. Útá draslið kreystum við tómatsósuflöskuna af öllu afli svona ca. tvisvar sinnum og hrærum í. Leyfum þessu aðeins að ná í sig hita og skellum þessu á borðið!

Svona til að dylja einfaldleika matarins aðeins er gott að bera hann fram með salati og hvítlauksbrauði. En börnunum er örugglega sama um svoleiðis – nema hvítlauksbrauðið, það er beðið eftir því á mínu heimili.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s