Rabarbarasulta og hjónabandssæla

Einhverntímann er allt fyrst!

Síðasta haust breyttist ég í húsmóður. Ég sauð mína eigin rabarbarasultu, og hún tókst bara býsna vel. En við eldum ekki oft mat sem krefst þess að rabarbarasulta sé meðlæti, þannig mér sýnist að besta nýtnin á henni verði í bakstur.

Og það finnst mér ekki slæmt.

Hjónabandssæla og vínarbrauð eru þar efst á lista – að sjálfsögðu!

20120823-205504.jpg

Rabarbarasulta er mjög einföld í framleiðslu. Versti parturinn þykir mér að sækja helv* rabarbarann í garðinn, afþví þar er svo mikið af skorkvikindum. En, þegar kallinn er kominn inn með rabarbarann, þá er þetta leikur einn!

Á móti hverju kílói af rabarbara setti ég 800 gr af sykri. Í pott, vatn, bara rétt botnfylli. Kveikja undir og bíða eftir að suðan komi upp, hræra reglulega. Svo bara láta þetta bubbla, í 2-3 klukkutíma, þar til byrjað að þykkna. Hún þykknar svo töluvert við að kólna.

Vessgú!

Og þá er bara komið að því að baka úr henni!

Ég notaði uppskriftina að hjónabandssælu frá mömmum.is og hún var svona þrusugóð. Býsna stór uppskrift samt.

Það sem þarf:
240 gr smjörlíki
200 gr sykur
280 gr hveiti
150 gr haframjöl
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
Sulta eftir smekk

Öllu nema sultunni blandað saman og hnoðað þar til hefur blandast vel. Ég notaði stórt eldfast mót úr Ikea til að baka þetta, skildi smá eftir af deiginu og flatti meirihlutann út bara með höndunum í formið. Smurði svo slatta af sultu ofan á og muldi restina af deiginu yfir sultuna.

Þetta er svo bakað í svona 25-30 mínútur við 180°.

Passaðu þig svo, þú getur brennt þig á sultunni ef þú bíður ekki slök meðan kakan kólnar a.m.k. svolítið!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Rabarbarasulta og hjónabandssæla

  1. Bakvísun: Vínarbrauð | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s