Crepes #2

Við höfum einnig gert crepes með annarri fyllingu, með laukþema.

Að sjálfsögðu keypti ég þá sýrða rjómann með lauk og graslauk, hann er svo sjúklega góður. Myndi örugglega sóma sér vel bæði sem ídýfa og köld sósa.

20130319-214816.jpg

Uppskriftina að crepes-kökunum má finna hér.  Það er fínt að baka nokkuð margar í einu og frysta, þá er svo auðvelt að grípa til þeirra og það má svo bara ylja þeim aðeins á pönnu þegar komið er að því að nota þær.

Fyllingin:
Afgangs kjúklingur (ca. 1/2 bringa)
1/2 gul paprika, brytjuð smátt
góður bútur af blaðlauk (ca7-10 cm), brytjaður í þunnar sneiðar
5 meðalstórir sveppir, sneiddir
Afgangs brún hrísgrjón
Paprikuduft
Laukduft
Chiliduft
Hvítlauksduft

Fyrst steikti ég sveppina og paprikuna, og þegar það var tilbúið skellti ég blaðlauknum útá bara í smá stund. Þetta kryddaði ég aðeins með laukdufti. Svo setti ég þetta til hliðar meðan ég steikti kjúklinginn í smáum bitum, og kryddaði hann með chilidufti, hvítlauksdufti og paprikudufti. Þegar kjúklingurinn var orðinn heitur og klár, skellti ég grænmetinu aftur út á og svo hrísgrjónunum og leyfði þessu að liggja þar til heitt í gegn.

Svo setur bara hver á sitt crepes, 1 tsk af sýrða graslauksrjómanum og fyllinguna. Best að bera þetta fram með salati.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s