Túnfiskpastasalat

Þegar maður fer í ræktina seinni partinn getur verið svo gott að grípa í eitthvað þægilegt og fljótlegt í kvöldmatinn.

Og þetta kalda túnfiskpastasalat uppfyllir þær kröfur, ásamt því að vera svo bragðgott.

20130319-214916.jpg

Þetta er vægast sagt einfalt pastasalat, en hugmyndin kom úr mötuneytinu í grunnskólanum mínum! Hérna er þó búið að skipta venjulegu pasta út fyrir heilhveitipasta, og auka hlutfall grænmetis á kostnað pastans.

Túnfiskpastasalat f. 1
40 gr heilhveitipasta (ósoðið) (Eða afgangur af pasta)
1/2 dós túnfiskur í vatni
ca 5 teningar fetaostur
Grænmeti að vild
Brauðteningar, t.d. þessir

Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka og kælið. Skerið grænmeti, ég kýs að nota gúrkur og tómata, stundum blaðlauk ef ég á hann til. Skerið fetaostinn í minni bita.

Setijð pasta á djúpan disk, grænmeti yfir, fetaost með smá af olíunni, túnfiskinn og í lokin nokkra brauðteninga.

Berið fram með dressingu að vild, t.d. bragðbættum sýrðum rjóma. Mér persónulega finnst ekki þurfa neina dressingu, en sitt sýnist hverjum 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s