Pizzusnúðar

Eldri dóttir mín, sem verður fjögurra í næsta mánuði, borðar engin sætindi. Henni finnast þau bara ógeðsleg. Aftur á móti, þá er hún rosalega hrifin af pizzakubbum sem koma úr bakaríinu, sem eru í rauninni bara brauð með pizzasósu og osti innan í.

Þannig, ég bakaði pizzasnúða.

20130324-125229.jpg

Og þetta var í fyrsta skipti síðan við urðum foreldrar sem allir í fjölskyldunni borðuðu það sem ég bakaði! Þau urðu öll þrjú dýrvitlaus í pizzusnúðana, og ég sver að það hvarf rúmlega plata af snúðum ofan í dýrin mín á meðan ég var að baka!

Þannig, þetta var hitt!

Pizzasnúðar
1 kg hveiti (ég notaði brauðhveiti)
9 tsk ger
100 gr sykur
örlítið salt
1/2 tsk kardimommudropar
100 gr smjörlíki
3 dl mjólk
3 dl vatn

Fylling
1 pakki skinka
1 flaska pizzasósa
slatti af rifnum osti

Öll hráefnin í snúðana eru hnoðuð saman þar til úr verður deig, það gæti þurft að bæta við vökva eftir þörfum, ég bætti allavega við töluverðri mjólk. Látið deigið hefast í klst eða þar til það hefur nær tvöfaldast að stærð. Það tók deigið mitt örugglega einn og hálfan tíma að verða það stórt að ég væri ánægð með það.

Skiptið deiginu í nokkra parta, ca 6, og breiðið út. Passið að breiða þá ekki of þunnt út, þá verða snúðarnir ekkert nema fyllingin. Ég skar skinkuna mjög smátt, setti hana í skál og hrærði pizzusósunni saman við, á hvern útflattan deighluta setti ég ca 2-3 msk af skinkusósublöndu og stráði svo rifnum osti yfir. Rúllaði upp og skar í snúða, ca 3 cm þykka.

Þegar ég lagði snúðana á plötuna þrýsti ég örlitið niður á þá, og bakaði þá svo við 180° í ca 15 mín, eða þar til orðnir fallegir á litinn. Tíminn veltur að sjálfsögðu á stærð snúðanna.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s