Kartöflur í ofni

Einföldustu kartöflur í ofni í heimi – en eru samt frábært meðlæti. T.d. með laxinum sem ég póstaði um daginn.

20130219-192152.jpg

Það er varla hægt að kalla þetta uppskrift, frekar hugmynd til að vinna útfrá!

Það sem þið þurfið eru kartöflur, kartöflukrydd og olía.

Mín reynsla er sú að maður þarf töluvert meira af kartöflum til að gera kartöflur í ofni heldur en til að sjóða þær með fiski eða einhverju álíka. Kannski tvöfalt magn – enda eru þær geggjaðar þegar þær koma úr ofninum.

Ég sker kartöflurnar í þunnar sneiðar og hendi þeim í eldfast mót. Set smá olíu yfir þær, samt ekki þannig að þær séu á floti, bara rétt þannig að þær fái smá glans. Velti þeim uppúr olíunni og krydda svo ríflega með kartöflukryddi og velti þeim aftur. Dreifi þeim jafnt í fatið og skelli þeim inn í ofn við 180° í tæpan klukkutíma. (Stundum hækka ég hitann í 200° í einhverja stund, kannski 20 mín).

Þær eru tilbúnar þegar þær eru byrjaðar að verða pínu krönsí á köntunum.

Ómæ.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s