Sveppa-rjómaostasósa

Þessi sósa, mig langar bara að sleikja hana af disknum. Mér er sama með hverju ég ber hana fram, hún er bara ómótstæðileg. Ég gæti étið hana með skeið – og maðurinn minn hefur komið að mér við pottinn að smakka full oft!

20130216-202158.jpg

Innihald:
Sveppir – eftir smekk
Grænmetiskraftur/kjúklingakraftur (eða sá kraftur sem hentar kjötinu)
Rjómaostur
Kaffirjómi
Smjör eða olía til steikingar

Brytjum sveppina og steikjum þá upp úr smjörinu. Þegar sveppirnir eru nánast full steiktir setjum við kraftinn í pottinn, ég nota 1 tening til að byrja með. Þegar krafturinn er leystur upp í fitunni, helli ég smá slettu af kaffirjóma úr í pottinn og set svo ca. 70-100 gr af hreinum rjómaosti í pottinn og læt bráðna meðan ég hræri rólega í. Þegar rjómaosturinn hefur bráðnað set ég restina af kaffirjómanum út í og leyfi þessu að hitna rétt þar til fer að bubbla. Þá þarf bara að smakka þetta til, hvort þurfi meiri kraft, salt eða pipar.

Nammi namm – og restina af sósunni (ef það verður einhver) er svo hægt að nota út á pasta daginn eftir!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s