Heimatilbúið jógúrt

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi búa mér til heimagert jógúrt. En nú hefur það orðið að veruleika, og það þrisvar eða fjórum sinnum!

20130216-202312.jpg

Þetta er nú alls ekki flókið ferli, og krefst alls ekki mikillar vinnu. Þetta snýst aðallega um bið.

Við tökum 2 lítra af mjólk (ég nota léttmjólk, en mér skilst það skipti engu máli hvaða mjólk sé notuð), og þurfum að eiga örlitla skvettu af hreinu jógúrti. Komum að því síðar.

Setjum mjólkina í pott og hitum hana upp í 80°, en eftir það þarf hún að kólna niður í 50-55°. Þegar mjólkin hefur náð seinna hitastiginu, blöndum við 1-2 tsk af hreinu jógúrti útí mjólkina, en úr því kemur gerlaflóran sem breytir mjólkinni í jógúrt.

Ég hef svo bara sett blönduna í glerskál og plastfilmu yfir, en gott er ef þið eigið einhverskonar eldfast mót með loki. Skálinni er svo vafið inn í handklæði og sett í ofninn. Ofninn þarf ekki að kynda, nema í ca 1 mínútu, þá kveikjum við á honum til að ná kuldahrollinum úr honum og höfum svo kveikt á ljósinu.

Þetta geri ég á kvöldin, og fer svo bara að sofa.

Morguninn eftir, tek ég blönduna úr ofninum og þá er þetta orðin svona þykk leðja með fljótandi mysu. Þá tek ég sigti og legg í það hreint viskastykki (brýt það tvöfalt) og helli blöndunni þar í. Þetta læt ég standa í ísskáp í nokkra klukkutíma, áður en ég tek jógúrtið úr viskastykkinu og hræri það upp. Og þar með er það klárt.

Næst á dagskrá er að útbúa einhverja góða ávaxtablöndu til að setja út í jógúrtið, en hingað til hef ég verið að nota það í boost með góðum árangri!

Skál í boosti!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s