Tortilla pizza

Hafði oft heyrt minnst á að fólk væri að búa sér til pizzur með því að nota tortillur sem botna, og ég hafði alltaf ætlað að prófa. Svo rakst ég á sérstakar „pizza tortillur“ í Bónus um daginn og þá bara varð ég að prófa!

Þessar tortillur eru ss þykkri en venjulegar tortillur en samt töluvert mikið þynnri en pizzabotn.

20130310-195111.jpg

20130310-195118.jpg

Nú hef ég gert tvær tilraunir með tortillu pizzur, en við reynum að hafa þær í hollara lagi. Þetta er alveg prýðileg hugmynd til að afgreiða afgangs kjúkling!

Sú efri var með fyllinguna lauk og græna papriku, sem var sett í Smooth chopperinn og nánast maukað, og svo steikt í smá stund á pönnu. Ég brytjaði svo niður eina kjúklingabringu (mjög smátt) og steikti á pönnu með smá Tikka Masala kryddblöndu. Á botninn fór svo pizzasósa og mjög hóflegt magn af osti. Þessi bragðaðist alveg frábærlega!

Sú neðri var með fyllinguna lauk og rauða papriku og eitt lítið rautt chili, allt sett í smooth chopperinn og nánast maukað. Kjúklingabringuna brytjaði ég svo niður og steikti á pönnu með þurrkaðri papriku, chilidufti og hvítlauksdufti. Í þetta skiptið steikti ég ekki grænmetið heldur skellti því fersku á. Aftur var mjög hóflegt magn af osti. Þessi, var undur og stórmerki og hreinlega lék við bragðlaukana.

Svo skellti ég þeim bara inn í ofn, í fyrra skiptið við 220° en í seinna við 180°, þar til osturinn var aðeins farinn að taka lit.

Þetta var bara alveg geggjað!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s