Naan

Naan brauð eru eitt af því sem fær mig til þess að sakna Indlands. Áður en ég fór til Indlands hélt ég að mér þættu naan brauð ekki góð, fannst þau bragðdauf og þurr og leiðinleg. Naan brauð í Indlandi eru eitthvað allt annað en það sem maður fær í búðum hér á landi.

20130224-192715.jpg

Þannig það var fátt annað að gera en að æfa sig. Ég á ekki tandoor ofn og get því ekki búið til ekta naan, en ég get feikað það þannig ég sé sátt.

Deigið er mjög einfalt, og allt ferlið, en það þarf að sinna því svolítið meðan það bakast.

20130310-195019.jpg

Uppskriftin er fengin héðan.

200 gr hveiti
1,5 dl volgt vatn
1 tsk ger
1 tsk sykur
1 msk smjörlíki
1 tsk salt eða hvítlaukssalt
50 gr smjörlíki

Setjum volgt vatn, sykur og ger í skál og gefum gerinu ca. 10 mín. til að vakna. Eftir 10 mín ætti að vera farið að freyða vel í skálinni.

Blöndum hveitinu og saltinu saman, og hellum svo gervatninu út á, og hrærum saman með höndunum. Þegar þessi blanda hefur að mestu samlagast skellum við smjör/smjörlíkisklípunni útí og klárum að hnoða.

Leyfum deiginu að hefast í u.þ.b. 1 klst, eða þar til það hefur stækkað vel.

Skiptum því í 8 jafna hluta og breiðum þá mjög þunnt út. Deigið ætti ekki að vera meira en nokkrir millimetrar á þykkt. Ég kýs að nota ekki kökukefli, heldur bara fingurna, og hafa þau óregluleg í laginu – það er miklu skemmtilegra!

Mér þykir betra að baka það í George Foreman grillinu mínu, en ég hef líka bakað það í ofni. Það missti svolítið sjarmann við það. Allavega, við bræðum ca 50 gr af smjöri/smjörlíki og smyrjum deigið duglega með smjörlíkinu, skellum svo tveim í grillið (eða öllum á bökunarplötuna) með smjörið niður og smyrjum hliðina sem snýr upp. Eftir nokkrar mínútur í grillinu velti ég brauðinu og smyr það aftur með smjöri. Baka það í nokkrar mínútur enn og set svo næstu tvö í.

Eins og er kannski orðið greinilegt núna, þá er ég með smávægilegt hvítlauksblæti. Mér þykir hvítlauksnaan miklu betra en venjulegt naan, og set þessvegna hvítlaukssalt í stað venjulegs salts. Ég nota svo venjulega bara þurrkaðan hvítlauk (duft) og sáldra yfir í hvert skipti sem ég er búin að smyrja brauðin, en í Indlandi virtist það vera til siðs að rífa bara niður ferskan hvítlauk yfir naanið þegar það kom úr tandoori ofninum, og skella slatta af smjöri á. Mmm.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Naan

  1. Bakvísun: Lamb tikka masala | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s