Brauðteningar (Croutons)

Mér finnst algjört möst, þegar ég er að borða salat að hafa eitthvað „kröns“ í því. Mér finnst bara einfaldlega leiðinlegt að borða eintómt grænmeti (eða svo að segja).

Ég kýs að útbúa mína eigin brauðteninga (croutons) fyrir salatið mitt. Það er mjög einfalt, og maður getur ráðið hvernig þeir eru á bragðið, og hversu mikið kryddaðir þeir eru. Svo er líka frábært að geta nýtt gamalt afgangs brauð!

20130217-174604.jpg

Ég tek 2 brauðsneiðar og sker niður í teninga. Hver heimilisbrauðsneið verður að ca 100 teningum, þar sem ég vil hafa þá frekar netta. Þeir eru kannski 1 cm á kant, ef það nær því.

Teningarnir eru settir í eldfast mót, og velt upp úr smá olíu. Ég hef líka notað bara non-stick sprey, en mér fannst ekki nógu gott bragð koma af teningunum þá. Þegar við höfum olíuborið þá, kryddum við eftir smekk.

Oftast set ég slatta af hvítlauksdufti, slatta af hvítlaukssalti, örlítið laukduft og svo þurrkaða steinselju til skrauts. Þegar þetta er kryddað er þessu bara vippað inn í 180° heitan ofn í ca 20 mínútur, eða þar til teningarnir eru orðnir fallega gullnir.

(Það er örugglega voða gott að nota líka bara einhverja ítalska kryddblöndu á þá, nú eða kannski smá cumin?)

Það er ekkert mál að smakka teningana til þegar þeir eru hálfbakaðir og þá er hægt að bæta meira kryddi útá. Þá gæti verið gott að spreyja smá non-stick spreyi til að fá kryddið til að festast betur.

Svo er það mesta þrautin af þeim öllum: að vera ekki búin að borða þá alla þegar þeir eru orðnir nógu kaldir til að setja þá í loftþétt box og geyma. Því þegar vel tekst til, þá eru þeir eins og nammi!

Þetta gerir salatið vissulega aðeins meira spennandi! Algjört möst að vera búinn að mastera þetta fyrir öll grill-sessionin í sumar 🙂

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Brauðteningar (Croutons)

  1. Bakvísun: Túnfiskpastasalat | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s