Heilhveiti crepes með hvítlauksþema

Í dag ákvað ég að skella í hveilhveiti crepes. Búin að hugsa það lengi, framkvæmdi það einu sinni, en þá var sósan svo vond að ég gafst upp í bili, eða a.m.k. þar til ég finndi sósu sem fullnægði kröfum mínum.

Nú er hún fundin, og ég hef talað um hana áður: Sýrður rjómi með bragði, í þetta skiptið, með hvítlauksbragði. Og það er svona ótrúlega fínt.

20130223-192047.jpg

Uppskriftina að kökunum fékk ég héðan.

Heilhveiti crepes
1 bolli heilhveiti
1/2 bolli vatn
1/2 bolli súrmjólk
2 eggjahvítur
2 tsk olía
1/4 tsk salt

Þessu er bara öllu skellt í blandara eða matvinnsluvél og hrært þar til það hefur blandast saman. Þá er deigið sett í skál með loki eða plastfilmu og geymt í ísskáp í 1-8 klst. Mitt deig fékk nú bara að liggja í eina klst.

Ég notaði gömlu góðu íslensku pönnukökupönnuna við steikinguna, en var með lítinn spaða til að dreifa úr deiginu. Setti ca. 1/4-1/3 bolla af deigi á pönnuna og smurði því út með spaðanum. Eftir smá stund var hún orðin „þurr“ á þeirri hlið sem snéri upp, og þá flippaði ég henni. Eftir smá stund var hún tilbúin.

Úr uppskriftinni fékk ég 9 crepes í pönnukökustærð.

Fyllingin
5 sneiðar af skinku
1/2 lítil græn paprika
6 meðalstórir sveppir
Smjör til steikingar
Hvítlaukssalt
Brún hrísgrjón

Sjóðið brúnu grjónin eftir leiðbeiningum á pakka.

Brytjið grænmeti og steikið á pönnu með smá smjöri þar til mjúkt undir tönn. Þá bætið þið skinkunni útá og leyfið að steikjast þar til skinkan er heit og aðeins byrjuð að gyllast. Rétt áður en ég tók fyllinguna af hellunni stráði ég smá hvítlaukssalti yfir og hrærði í.

Þegar grjónin voru tilbúin skellti ég þeim í fyllinguna og hrærði saman.

Á hverja crepes smurðum við svo vel fullri teskeið af sýrðum hvítlauksrjóma, settum fyllingu og lokuðum. Þetta var bara alveg prima.

Borið fram með salati, of course.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Heilhveiti crepes með hvítlauksþema

  1. Bakvísun: Crepes #2 | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s