Slummuterta

Vont nafn á góða köku. En lýsir henni þó ágætlega!

Hún er algjör draumur, enda minnir hún á Dísudraum. Í minni fjölskyldu er hún þó kölluð slummuterta, þar sem hún verður algjör slumma á disknum þínum – ekki voða kræsilegt nafn, en frábær og einföld terta engu að síður!

2 Slummutertur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
4 eggjahvítur
2 svampbotnar
3/4 l rjómi
100 gr suðusúkkulaði
3 eggjarauður
3 msk flórsykur
3 msk nesquick

Marengsbotn

Þeytið eggjahvíturnar þar til myndast hafa stífir toppar. Bætið þá sykrinum útí hægt og rólega og þeytið áfram þar til sykurinn hefur leyst upp, eða a.m.k. svo gott sem.Álpappírshúðið tvö 22 cm form og skiptið blöndunni á milli þeirra. Bakið í 1 klst við 130°.

Krem

Bræðið suðusúkkulaðið, og hrærið á meðan saman flórsykrinum og eggjarauðunum. Bætið bráðnu súkkulaðinu í eggjaflórsykurshræruna og hrærið vel.

Þeytið 1/2 l rjóma og bætið svo súkkulaðihrærunni útí og þeytið örlítið lengur.

Rjómi

Þeytið afganginn af rjómanum (1/4 l – helst aðeins meira en það) og bætið við hann 3 msk af nesquick.

Samsetning

Setjið svampbotnana hvorn á sinn diskinn. Skiptið nesquick rjómanum á milli botnanna og dreifið vel úr.

Marengsbotnarnir eru svo settir ofan á rjómann, og því næst kremið. Það á að vera vel af kremi, alveg verulega þykkt lag. Það ætti ekki að verða mikill afgangur af kreminu.

Látið kökuna svo standa, helst yfir nótt, áður en hún er borin fram. Ef þið hafið ekkert að gera með tvær er ekkert mál að frysta hina, þær geymast vel í frysti og eru ekkert síðri þegar þær koma úr frostinu. Ég hef fryst svona tertu í einhverja mánuði og hún var bara gourmet þegar hún kom úr frysti.

Ég hef alveg staðið á gati hvað það borðast mikið af þessari í veislum hjá mér, eftir að ég byrjaði að gera hana.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

6var við Slummuterta

 1. :Þuríður Sveinsdóttir sagði:

  Nkl þessa köku kalla ég Perutertu því ég set perur og krem ofan á svampbotninn ásamt slatta af rjóma 🙂 Himnesk kaka sem maður fer í annan heim á að borða hún er svo góð

  • tilraunaeldhusid sagði:

   Ertu líka með marengs í perutertunni? Ég hef alltaf vanist henni sem svampbotn, perur og þetta krem, en það hljómar skemmtileg útfærsla að hafa marengs með 🙂

 2. Ásthildur Thorsteinsson sagði:

  Í minni fjölskyldu er slummu terta til margra ára öðruvísi enn þessi,skrýtið að sjá sama nafn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s