Lax með hvítlauksrjómaosti

Ég bý svo vel að pabba mínum finnst mun skemmtilegra að veiða lax og silung en að borða hann. Við fjölskyldan erum því svo heppin að fá reglulega gefins laxa og silunga, ferska, grafna og reykta.

20130219-192055.jpg

Ég elda lax eða silung gjarnan í ofni með hvítlauksrjómaosti, og er það nú alveg herramanns matur. Ekki skemmir fyrir að þetta er ótrúlega – sko ótrúlega – einföld eldamennska, sem skilar svona líka sallafínum mat – svo framarlega sem maður ofeldar ekki laxinn svo hann verði þurr og leiðinlegur.

Ég var með eitt 700 gr flak af fiski, en það varð alveg hellings afgangur, afþví dætur mínar eru ekkert voðalega duglegar að borða kvöldmat. Þær borða eins og herforingjar fyrri part dags, en eru svo oftast voða latar við kvöldmatinn. En þetta heitir að fara út fyrir efnið 🙂

Ég var með eitt 700 gr. flak af fiski, sem ég lagði á álpappír. Smurði hann svo duglega með hvítlauksrjómaosti, það fóru svona 3/4 af 125 gr dós á hann. Þetta er samt allt smekksatriði, en mér finnst gott að hafa svolítið ríflega af ostinum. Svo stráði ég yfir smá salti, nýmöluðum svörtum pipar og hvítlauksdufti.

Svo vafði ég flakið utan um fiskinn, og setti hann í ofninn í 20 mínútur á 180°. Hann var alveg pörfekt, safaríkur og góður. En ég held ég hafi aldrei bakað laxaflak svona lengi, enda var það býsna stórt.

Voilá – 20 mínútum seinna kominn þessi dýrindis kvöldverður.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Lax með hvítlauksrjómaosti

  1. Bakvísun: Kartöflur í ofni | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s