Amerískar súkkulaðibitakökur

Draumur í dós. Machintosh-dós, reyndar.

Ég vil hafa smákökur stökkar, ekki chewy. Þannig ég baka þessar allaf aðeins lengur en á að gera, til að ná þeim stökkum.

Ég baka þessar alltaf fyrir jólin, en ekki bara þá – líka bara ef mig langar það. Þær eru einstaklega sætar og góðar – en þetta er ekkert hollustufæði! 🙂

Amerískar súkkulaðibitakökur

200 gr smjörlíki
150 gr sykur
165 gr púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 egg
280 gr hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
2 bollar súkkulaði

Hræra saman smjörlíki, sykri, púðursykri og vanilludropum. Bætum svo eggjunum útí einu í einu og hrærum á milli. Bætum svo restinni útí, og hrærum vel. Mér finnst best að nota bæði súkkulaðispæni og meira chunky súkkulaði eins og Freyju dropana eða konsúmdropana.

Setjum svo deigið á plötuna með skeið, ein teskeið er góð stærð á plötuna, því þær renna mikið út. Bökum við 190° í 8-10 mínútur (ég baka þær í 10-12 mín til að ná þeim alveg stökkum).

Svo er bara að hella mjólk í glas og njóta!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s