Hafrakex

Það eru góðverkadagar í vinnunni, allir eiga að vera góðir hver við annan. Ég ákvað að baka hafrakex handa vinnufélögunum, og færa þeim.

Útkoman urðu fimm svona pakkar, og svo aðeins afgangs fyrir kallinn 🙂

20130217-184621.jpg

Þessi uppskrift er fengin einhversstaðar af veraldarvefnum fyrir mörgum árum síðan, og hefur verið bökuð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar…

Hún hefur samt tekið örlitlum breytingum, ég nota heilhveiti í staðinn fyrir hvítt hveiti og töluvert minni sykur. Með smjöri og osti eru þau þó ómótstæðileg

Hafrakex

200 gr hafrar
150 gr heilhveiti
65 gr sykur
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk hjartarsalt
125 gr smjörlíki
1/2 dl mjólk (meira eða minna, eftir þörfum)

Setjið allt í skál nema mjólkina og hnoðið saman (ég geri þetta í höndum, en hrærivél virkar eflaust alveg jafn vel!). Bætið við mjólk eftir þörfum, varlega þó, svo deigið verði ekki of blautt. Það á ekki að klessast mikið.

Skiptið deiginu í ca þrjá hluta og fletjið út, svona kannski 3mm þykkt. Skerið eftir behag, látið á bökunarplötu og bakið í ca 15 mín við 180°, eða þar til þau eru aðeins farin að taka á sig lit. Úr uppskriftinni fást ca. 25 kex (miðað við mína stærð).

Látið kólna vel, smyrjið með smjöri og osti og njótið!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s