Dökkur súkkulaðibúðingur

Þessi er bara einum of! Svo mikið og þétt dökkt súkkulaðibragð.

20120823-204124.jpg

Uppskriftin er fengin héðan.

Ég var með frekar stórar skálar, þannig þessi uppskrift varð að 5 skömmtum hjá mér.

1/2 bolli mjólk
1/2 bolli rjómi
1/3 bolli sykur
3 stórar eggjarauður
100 gr gott dökkt súkkulaði (ég notaði 56% Nóa)
2 msk ósætt bökunarkakó
1 tsk vanillludropar
Smá klípa af instantkaffi
Smá salt

Hrærið eggjarauðurnar í skál. Setjið rjómann, mjólkina og sykurinn í pott og hrærið þar til sykurinn hefur leyst upp, og froða er byrjuð að myndast við kantana. Hellið rjómablöndunni í smáslöttum saman við eggin og hrærið vel á milli. Setjið blönduna aftur í pottinn og hrærið í þar farið er að sjóða.

Slökkvið undir pottinum og hrærið í súkkulaðinu, sem búið er að saxa. Síðan hrærið þið í kakóinu, vanillunni, instantkaffinu og saltinu. Gott er að sigta blönduna gegnum fínt sigti áður en hún er sett í litlar skálar og kæld.

Þegar hann hefur stífnað er frábært að skreyta hann með hverju því sem manni dettur í hug, ávöxtum, kókos, hnetum..

Ég bar þetta fram með miklum rjóma. Fólk er mismunandi með hvort það fíli sterkt og mikið dökkt súkkulaðibragð, og þá er gott að eiga rjóma til að dempa bragðið. Maðurinn minn elskar allt með svona miklu súkkulaðibragði og gleypti búðinginn nær rjómalausan, en ég þurfti töluvert meiri rjóma með honum – en þótti hann þá afbragð.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s