Amerísk ommeletta

Ég held ég hafi alveg sprengt hamingjuskalann núna – ef að hamingja er að sitja á diner í San Fransisco um miðja nótt, að læra undir próf hjá San Fransisco School of Bartending og borða ommelettu.

Finally, þá gat ég gert eitthvað í líkingu við það.

20130203-135219.jpg

Það sem ég hef helst út á hana að setja er að hún varð of þykk, vegna þess að á áætlaði okkur kannski full mörg egg.

Innihaldið í þessari er svona, en næst mun ég nota færri egg:
7 egg (oftast nota ég ca 50/50 egg og eggjahvítur, en ég átti ekki eggjahvítur núna)
Aromat
Svartur pipar
Ostasósa (Bara úr mexikönsku hillunni í bónus – eða Doritos sósu ef því er að skipta)
Rifinn ostur
Afgangur af hamborgarhrygg (já, ég er enn að koma honum út!)

Setti eggin í skál og hrærði þau, kryddaði þau svo duglega með aromati og setti smá nýmalaðan svartan pipar. Hitaði pönnuna (hafði hana á 4 – af 6), og setti eggin þar á. Á meðan þau elduðust skar ég hrygginn í smáa bita, og hafði til ost og ostasósu.

Þegar eggin voru að mestu leyti elduð flippaði ég ommelettunni – and good gracious – þetta var í fyrsta skipti sem ég geri ommelettu, þar sem ég er meira scrambled eggs kinda person. En það tókst alveg sæmilega. Þá smurði ég einni vel útilátinni matskeið af ostasósunni á helminginn af kökunni og stráði svo yfir osti og hambóhrygg. Þegar ommelettan var svo fullelduð á seinni hliðinni braut ég hana saman, skar hana í tvennt og bar hana fram með smá drissle af tómatsósu.

Þetta var býsna friggin geðveikt!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s