BBQ kjúklingaloka

Allir vita að sunnudagar eru steikar-dagar. Þá borðar maður læri, eða skinku, eða hrygg eða…

Allavega, sunnudagurinn okkar var steikar-loku-dagur.

20130203-184740.jpg

Girnilegt? Ójá. Gott? Égheldðanú! Og, það sem betra er, tekur enga stund!

Í tvær lokur þarf:
4 brauðsneiðar (eða annað brauð að vild)
1 kjúklingabringu
1 tómat
nokkur kálblöð
4 ostsneiðar
ca. 4 stórar eða 6 litlar beikonsneiðar
BBQ-sósu
Smjör/smjörlíki

Steikið beikonið og þerrið það á eldhúsbréfi. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri/smjörlíki og hitið pönnu. „Butterfly-ið“ kjúklingabringuna (Leggið bringuna á skurðarbretti og hendina yfir, takið hníf og kljúfið hana miðja, þannig úr verða tvær þunnar bringur). Leggið plastfilmu yfir bringuhlutana tvo og berjið aðeins á henni með t.d. kökukefli, þannig hún verði þynnri.

Skellið brauðsneiðunum með smjörhliðina niður á heita pönnuna, og bringunum í George Foreman grill (eða sambærilegt). Ég kaus að krydda bringurnar ekkert, þar sem BBQ-sósan er nógu bragðmikil.

Meðan brauðsneiðarnar brúnast á pönnunni smyrjið þið hliðina sem snýr upp. Svo veltið þið þeim við þegar þær eru orðnar gylltar og fallegar. Þegar þær eru orðnar gylltar báðum megin, skellið þið þeim á disk og smyrjið á þær BBQ. Svo kálblöðin, tómatarnir, kjúklingabringan, aðeins meiri BBQ, beikonið og svo hin brauðsneiðin. Þegar þið veltið seinni brauðsneiðinni við á pönnunni, skellið þið á hana tveimur ostsneiðum sem svo bráðna meðan seinni hliðin gyllist.

Bara eins og að vera úti að borða!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s