Tómatsúpa

Ég gerði þessa tómatsúpu um daginn, hún er ekkert smá góð. Mikið og ákveðið tómatbragð. Og ekki skemmir fyrir að hún er holl og góð.

Uppskriftin er fengin héðan.

Ég gerði hálfa uppskrift, og mér reiknast til (ég er ekki næringarsérfræðingur!) að það séu allt í allt 350 kaloríur – ég skipti því í 3 skammta, frysti tvo og borðaði einn á staðnum. Þessa súpu fannst mér voða gott að grípa í þegar ég var að koma seint heim úr ræktinni, og setti þá slatta af túnfisk (ca hálfa dós) og eitt niðurskorið egg útí súpuna. Þar með var próteinið komið, og frábær kvöldmatur.

Ég notaði bara það sem ég átti; ein dós af crushed tomatoes (og notaði töfrasprotann aðeins á þá samt, ég vildi hana frekar smooth) og átti ekki heila tómata, þannig ég notaði bara tomato passata úr fernu frá Euroshopper (alveg þvílíkt grand á’ðí). Ég notaði svo aðeins meiri hvítlauk, og bara þurrkaða basiliku, og kaffirjóma í staðinn fyrir rjóma (átti ekki rjóma).

mín uppskrift var svona:

1 stór og 1 lítill hvítlauksgeiri
smá olía
400 gramma dós af crushed tomatoes
200 gr af passötu
1 bolli af kjúklingasoði (1 teningur af krafti soðinn í 0,5 lítrum af vatni og tók bolla af því bara)
1/2 tsk maldon salt
1/2 tsk sykur
1/4 tsk svartur pipar
1/8 bolli kaffirjómi
eitthvað slump af þurraðri basiliku

Steikjum hvítlaukinn í smá stund í olíunni á miðlungs heitri hellu. Svo bætum við öllu út í nema rjómanum og basilikunni og látum sjóða í ca 10 mínútur. Bætum svo rjómanum út í í lokin og berum fram.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s