Jógúrtkökur

Þetta eru, spauglaust, bestu möffins í heimi.

20121006-194628.jpg

Það er einfalt að gera þær, en uppskriftin er býsna stór, maður fær ca. 40 vel bústnar kökur út deiginu. En það er allt í lagi, þær hverfa eins og dögg fyrir sólu. Og með mjólk; maður minn!

Jógúrtkökur
350 g hveiti
400 g sykur
200 g smjörlíki
3 egg
½ tsk matarsódi
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 dós jarðarberjaóskajógúrt
100 g súkkulaðispænir (já, eða töluvert mikið meira, ég set sennilega 150-200 gr!)

Þeytum fyrst saman smjörlíki og sykur, og bætum svo eggjunum út í einu og einu í einu og hrærum vel á milli. Síðan má allt hitt fara út í, og þá er bara hrært þar til allt hefur blandast saman. Gæta þess að hræra ekki of lengi.

Deigið er svo sett í möffinsmót, ca 1 msk í hvert, og bakað í miðjum ofni við 180° í 20 mín ca.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s