Skinku- og kartöflusúpa

Þótt það sé stutt síðan það voru jól, þá skelltum við í einn hamborgarhrygg um helgina. Við fáum víst bæði kjöt í jólagjöf frá fyrirtækjunum okkar, og þar sem við höfum ekki enn haldið okkar eigin jól, þá erum við alltaf í mat annarsstaðar um hátíðarnar. Og – eigum þessvegna fullt af kjöti.

Allavega, tveggja kílóa hryggur fór í ofninn, en þar sem dætur okkar borða báðar voðalega lítið af svona mat, þá vorum við eiginlega bara tvö um þetta allt. Og, eins og þið getið ímyndað ykkur, þá varð öööörlítill afgangur. Kannski aðeins meira jafnvel.

20130129-184650.jpg

Þannig ég henti í eina svona skinku- og kartöflusúpu með afgangs hamborgarhrygg.

Uppskriftin er upphaflega fengin héðan, en örlítið breytt og bætt. Þetta er auðveld súpa, lítið vesen. Eina, maður þarf að vaska upp tvo potta!

350 gr niðurskornar afhýddar kartöflur
80 gr afgangs hamborgarhryggur (Það er líka hægt að fá niðursneidda partýskinku frá Ali í Bónus (eða var allavega hægt) sem væri frábær í þetta verkefni!)
1/2 laukur
1,5 bollar soð af hamborgarhrygg (ef það er ekki til, þá bara vatn og meiri kraft í staðinn)
1/2 tsk kjúklingakraftur (ég nota lys buljong frá Knorr – það er uppáhaldið mitt í þurrkröftum)
Smá salt
1/2 tsk svartur pipar
2,5 msk smjörlíki
2,5 msk hveiti
1 bolli mjólk

Afhýðum kartöflurnar og skerum þær, skinkuna og laukinn. Laukinn verður að skera frekar smátt. Setjum svo þetta þrennt með soðinu í pottinn og sjóðum þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast. Ég hafði nógan tíma, þannig ég lét þetta bulla í góðan tíma.

Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar bætum við salti, pipar og krafti útí.

Næst tökum við annan pott, og bræðum smjörlíkið í honum. Þegar það er bráðið hrærum við hveitinu útí, þar til kekkjalaust og látum bubbla í smá stund á hellunni. Svo hellum við mjólkinni útí í slöttum, og hrærum vel á milli svo það myndist ekki kekkir. Þegar öll mjólkin er komin útí hitum við þetta og látum það þykkna, í nokkrar mínútur bara. Svo fer jafningurinn út í súpuna, hrært saman við, smakkað til og hitað.

Og voila! Bragðgóð og matarmikil súpa sem bókstaflega yljar manni að innan.

Maðurinn minn gaf henni heila 8,5 í einkunn af 10 mögulegum, og ég sjálf var býsna ánægð. Þetta er rosalega saðsöm súpa, sem stendur sko með manni! Og ekki hægt að segja að hún sé mjög dýr kvöldmatur!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s