Rommmarengsterta

Síðan ég kynntist þessari fyrst hefur hún verið í uppáhaldi. Þetta er ein af uppskriftunum sem ég skrifaði upp úr uppskriftunum hennar mömmu þegar ég flutti að heiman. Ég hef bakað hana fyrir hvert afmæli sem ég hef haldið og hverja veislu, og hún borðast alltaf rosalega vel.

Þegar ég var tvítug var mér sagt að það væri svo erfitt að baka marengs. Það væri ekki á færi nema fárra útvaldra. Ég varð hálf hvumsa, því ég var alin upp við að marengsar voru bakaðir við hvert tilefni, og ég hafði sjálf hrært í marengs ekkert svo löngu fyrr. Og hann bara tókst.

Eftir að ég flutti að heiman lenti ég stundum í vandræðum með að baka marengsa, það er alveg rétt. Uppskriftir voru svo misvísandi, hvernig ætti að baka þá, og svo var ég að læra á ofninn minn. Núna, þá bara veit ég hvernig ég baka marengs, og það virkar alltaf. Ég hlusta bara ekkert á það sem uppskriftin segir um baksturinn, því ég þekki ofninn minn manna best.

Finnst þér rommý gott? Þá mun þér finnast þessi marengsterta góð.

Marengs
4 eggjahvítur
100 gr sykur
100 gr púðursykur
1 bolli Rice Krispies (eða eftir behag – ég sulla alltaf bara einhverjum slunk ofan í skálina)

Við byrjum á því að skilja hvíturnar varlega frá rauðunum og setjum þær í hreina hrærivélarskál. Svo bara kveikjum við á kvikindinu og látum það ganga, og ganga og ganga. Ég myndi segja að maður mætti kíkja í skálina að svona fimm mínútum liðnum, en þar sem ég á ekki kithcen aid, þá veit ég ekki hvort þær séu fljótari eða hvað. A.m.k. þegar ég stöðva hrærivélina, þá eru eggin orðin að þykkri, fínni, stífri, skjannahvítri froðu, sem hangir í þeytaranum. Þá veit ég að þau eru tilbúin.

Ég vigta sykurinn allann bara saman í eina skál, og bæti svo útí hægt og rólega (kannski í 5 slöttum) og þeyti vel á milli. Svo læt ég hrærivélina ganga í nokkrar mínútur,  eða þar til sykurinn er nánast uppleystur. Þá er best að taka bara skálina úr hrærivélinni, og losa allt úr þeytaranum.

Setjum svo Rice-ið útí skálina, og hrærum mjög varlega saman með sleif. Þá er bara deigið tilbúið.

Nú tökum við tvö 24 cm form, og klæðum þau með álpappír. Skiptum svo deiginu í tvennt og sléttum nokkurnveginn úr því.

Þetta bökum við svo á 130° í eina klukkustund. Þegar við tökum kökuna út, þá látum við hana liggja aðeins í formunum.

Kremið
3 eggjarauður
1/2 dl flórsykur
100 gr suðusúkkulaði
1 tsk rommdropar
2 msk þeyttur rjómi

Setjum eggjarauður, flórsykur og rommdropa í skál og þeytum meðan við bræðum súkkulaðið. Setjum svo súkkulaðið útí og þreytum áfram. Svo hrærum við rjómanum varlega útí með sleif. Munið að smakka kremið til, uppá að setja jafnvel aðeins meiri rommdropa. (Upprunalega uppskriftin sagði 1/2 tsk, en mér finnst rommbragðið ekki skila sér, svo ég set alltaf heila tsk og jafnvel aðeins meir – mér finnst líka rommý voða gott!)

Samsetning

Leyfum marengsnum að kólna alveg, áður en við hvolfum öðrum botninum varlega á tertudisk. Á botninn smyrjum við góðum slatta af kremi. Ofan á kremið smyrjum við 2,5 dl af þeyttum rjóma, og svo fer seinni botninn á. Ofan á hann „drisslum“ við slatta af kremi í viðbót. Þetta látum við svo standa í einhverja klukkutíma, helst yfir nótt, í ísskáp til að marengsinn dragi í sig raka og verði mjúkur og geðveikur.

Og svo: welcome to heaven!

Ég hef líka gert hann stærri; í ofnskúffustærð.

Þá baka ég einn botn í einu, en uppskriftin fyrir einn botn er þá svona:
5 eggjahvítur
125 gr sykur
125 gr púðursykur
Rúmur bolli af Rice (eða einhver slunkur bara)

Svo set ég hann saman með tvöfaldri uppskrift af kremi, og svona 6-8 dl af rjóma.

20130129-072629.jpg

Og, marengs þarf ekki að vera pörfekt. Hann bragðast alveg jafn vel!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s