Eggjabollar

Þessa hugmynd sá ég einhversstaðar á netinu síðasta vor, og varð að prófa. Þetta er svona sallafínt og lúkkar svo flott!

20130126-121517.jpg

Í gær var ég að gera eggjabollana í annað skiptið. Þar sem ég leit á þetta sem bóndadagsbröns, þá reyndi ég að gera það sem bónda mínum hugnaðist best. Ef ég tala um spæld egg við hann – þá er tómatsósa órjúfanlegur partur.

Allavega; þetta er voðalega einfalt í framkvæmd.

Ákveddu fyrst hvað þú ætlar að gera marga eggjabolla. Ég gerði fjóra.

Ég tók 4 brauðsneiðar, bara venjulegar heimilisbrauðsneiðar, og skar af þeim skorpurnar. Lagði svo eina og eina í einu á skurðarbretti, og rúllaði þær duglega með kökukefli, þar til þær voru orðnar mjög þunnar. Þá smurði ég aðra hliðina á þeim, og skellti þeim í málm cupcake bakka, með smurðu hliðina út.

Afþví þetta var bóndadagsbrönsinn, þá skellti ég bara ca teskeið af tómatsósu ofan í hvern bolla og braut svo eggið ofan í – Ég var með miðstærð af eggjum og þau pössuðu flott þarna ofan í.

Þegar ég gerði bollana síðast þá var ég með stór egg. Og þau voru of stór. Þau flutu útfyrir brauðbollann. Þannig ég mæli með meðalstórum eggjum. Síðast þegar ég gerði þetta var ég með sinnepssósu, en ekki tómatsósu. Það kom líka mjög vel út, þótt tómatsósan hafi komið mér á óvart.

Já, við erum víst ekki alveg búin.

Þessu skellum við inn í 180° heitan ofn í svona 8-12 mínútur, eftir hvað maður vill rauðuna stífa. Mínir voru inni í 12 mínútur og rauðan var nánast alveg stíf, og ég kann ekki við það. Næst mun ég ekki hafa þá lengur en 10 mínútur, því ég vil láta rauðuna renna þegar ég sker í eggið.

Lúúúúkkin gúúúd.

Verði ykkur að góðu.

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s