Súkkulaðibollakökur með marskremi!

Vinkona mín póstaði uppskrift að þessum á bleikt.is, og ég vissi þegar ég sá hana að ég yrði að prófa, og gerði það nánast um leið. Fékk svo margar kökur út úr uppskriftinni að ég fór með helminginn í vinnuna og hafði restina með mér í mat til mömmu um kvöldið! Á báðum stöðum voru þær dásamaðar fram og til baka, og ég get ekki beðið eftir að baka þær aftur! Kremið er svo ótrúlega mjúkt og kakan svo bragðgóð! Þessi – er killer.

20121006-194448.jpg

Hér má komast inn á uppskriftina á bleikt.is.

Bollakökurnar
235 gr hveiti
1 msk lyftiduft
smá salt
125 ml soðið vatn
45 gr kakó
125 gr mjúkt smjör
250 gr sykur
1 tsk vanilludropar
2 stór egg
180 ml mjólk við stofuhita

Kremið
80 gr suðusúkkulaði1 mars
250 gr flórsykur
250 gr mjúkt smjör
80 ml rjómi

Byrjum á því að setja vatnið í pott og koma upp suðu á því. Á meðan sigtum við saman hveiti, lyftiduft og salt. Saman við heita vatnið hrærum við kakóið og leyfum blöndunni að jafna sig aðeins.

Smjör og sykur sett í hrærivélina og hrært þar til blandan er létt og ljós, en þá setjum við vanilludropa út í og eggið eitt í einu. Þegar það hefur blandast bætum við hveitinu útí og leyfum því að blandast vel, áður en við bætum mjólkinni við í tveim skömmtum og vinnum hana varlega saman við. Í lokin hellum við kakóblöndunni svo út í deigið og hrærum.

Herlegheitin eru svo bökuð í bollakökuformum við 170° í 20-25 mínútur.

Til að gera kremið bræðum við súkkulaðið og marsið. Setjum svo flórsykurinn og smjörið í hrærivélina og hrærum vel, svo blandan verði létt og ljós. Bætum svo súkkulaðimarsblöndunni út í hrærivélina í litlum skömmtum og hrærum vel á milli. Í lokin er svo rjóminn settur út í og hrært vel.

Ég kaus að skreyta bollakökurnar með brytjuðu marsi, mér fannst það töff og skapa svolítið óheflað lúkk, þar sem það er gersamlega ómögulegt að brytja mars án þess að það klessist.

Þær átust gersamlega upp til agna, og ég segi það satt, að þegar ég sit hérna og skrifa um þær kitlar mig í magann af löngun til að baka þær aftur. Dásemd.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s