Kaupfélagsfiskur

Þennan fiskrétt kýs ég að kalla kaupfélagsfisk, þar sem mamma keypti hann oft í kaupfélaginu þegar ég var yngri. Svo þegar við fluttum burt fékk mamma uppskriftina að fiskréttinum, svo við gætum haldið áfram að elda hann, þar sem hann hefur alltaf verið í miku uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. Nú þegar ég er flutt að heiman og komin með mitt eigið heimili, hefur þetta verið einn af réttunum sem hefur fylgt mér.

20130124-072659.jpg

Þetta er mjög einfaldur og beisik réttur, og það er ekkert mál að djassa hann upp með hverju sem manni þóknast, eða því sem maður á í ísskápnum af grænmeti.

Fyrir okkur fjögur, tvo fullorðna og tvo litla munna er uppskriftin eftirfarandi:
6-700 gr af ýsu eða þorski
hálf dós sveppasmurostur
hálf dós 5-10% sýrður rjómi
1 væn teskeið kjötkraftur (ég nota Knorr Lys Buljong)
Ostur

Byrja á því að taka smurostinn í skál og hræra hann aðeins, bæti svo við sýrða rjómanum og hræri þar til hefur blandast vel saman. Þá bæti ég útí kjötkraftinum.

Set fiskinn í eldfast mót, helli sósunni yfir og velti bitunum uppúr henni. Mjög gott að þerra fiskinn áður en hann fer í fatið, því það lekur úr honum safi sem þynnir sósuna mjög. Set svo ost yfir og inn í ofn við 180° í svona ca. 30 mín.

Með þessu ber ég fram pasta eða ristað brauð, þar sem sósan er svo rosalega góð og það er svo gott að skófla henni upp með pastanu og brauðinu. Svo auðvitað grænmeti!

Í eitt skiptið átti ég ekki sveppasmurostinn, þannig ég gerði réttinn með beikonsmurosti, og það var sko bara alls ekki slæmt. Það var skemmtileg tilbreyting í alla staði!

Einfaldur, fljótlegur og góður fiskréttur!
Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Kaupfélagsfiskur

  1. Arndís sagði:

    Þessi hljómar bara mjög vel 🙂 Er alltaf að prófa mig áfram í fisknum

  2. Bakvísun: Beikonfiskur | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s