Chicken curry

Ég er orðin ástfangin af indverskum mat. Þetta er skemmtileg eldamennska, og maður verður að gefa sér nógan tíma til að dunda. Svo er maturinn líka alltaf svo góður!

20130110-170516.jpg

Þessi Chicken Curry uppskrift er fengin héðan, en breytt í samræmi við kommentið undir uppskriftinni sjálfri. Þetta er sko delisijöss!

Ég er sjálf ekki mikið fyrir karrí, finnst það ekkert spes. En indverskir curry réttir eiga ekkert skylt við karrí. Curry vísar til kryddblöndunna sem er notuð, en ekki karrís eins og við þekkjum það.

Ég hef gert þessa uppskrift tvisvar, í annað skiptið fyrir okkur skötuhjú tvö, og í hitt skiptið bauð ég mömmu og pabba og systur minni í mat. Systir mín, sem fór með mér til Indlands, fílaði þetta í tætlur. Pabbi bað um minna chili næst… sá kann ekki gott að meta!

Ég set uppskriftina hérna inn eins og ég gerði hana fyrir okkur tvö, en afgangurinn dugaði í hádegismat fyrir manninn minn daginn eftir.

Chicken Curry
3 kjúklingabringur, brytjaðar
2 meðalstórir laukar
2/3 dós Hunt’s tomato sauce
2 msk garlic paste
1 msk ferskur rifinn engifer
1 tsk þurrkaður malaður kóríander
2 tsk Cumin
1/2 tsk turmerik
1/2 tsk rautt chili duft
2 tsk Garam masala kryddblanda
4 msk olía
1 bolli vatn

Gott er að undirbúa sig með því að mæla öll kryddin í eina skál, því það getur verið býsna stressandi að vera að opna allar þessar krydddollur og mæla úr þeim meðan allt er að gerast!

Fyrst þarf að skera laukinn í býsna þunnar ræmur, og steikja hann á pönnu með olíunni þar til hann byrjar að gyllast. Þá er hann tekinn af pönnunni og settur í matvinnsluvél (eða Tupperware SmoothChopperinn, hann virkar líka fínt) og unninn í mauk og skellt aftur á pönnuna. Á meðan hann lúrir á pönnunni í svona 2-3 mín í viðbót, setjum við tómatsósuna, hvítlaukspasteið og engiferinn í matvinnsluvélina og vinnum saman. Síðan skellum við því mauki og öllum kryddunum á pönnuna með laukmaukinu. Þetta er svo steikt í góða stund, eða þar til maður sér olíuna byrja að skilja sig frá sósunni.

Þá er kominn tími á að setja kjúklingabitana á pönnuna, og loka þeim vel. Þá er kominn tími til að setja vatnið útá og leyfa að sjóða þar til sósan hefur þykknað og kjúklingurinn er orðinn gegneldaður. Mér hefur fundist sósan ekki þykkna nóg ef ég er með lok á pönnunni, þannig ég hef leyft þessu að malla loklaust, til að fá þykkri sósu.

Þetta bar ég fram með hrísgrjónum, maís og heimagerðu naan brauði. Algjört uppáhald!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s