Chicken Vindaloo

Ég er svolítið mikið í Indverskum tilraunum núna, enda býsna góður matur, svo það er kannski ekkert skrítið. Nýjasta tilraunin mín, Chicken Vindaloo, var gerð í gær við mikla gleði okkar skötuhjúa.

20130113-150154.jpg

Uppskriftin er fengið héðan. Breytt og miðuð við tvo. Gerði samt sósuna eftir uppskriftinni, að mestu.

Chicken Vindaloo
1 bakki af kjúklingalærum, tæpt kíló
Salt og pipar
smjör
3 hvítlauksgeirar
1 stór laukur eða tveir litlir (ég notaði næstum heilan hótellauk)
2 msk malað engifer
2 tsk cumin
2 tsk möluð gul sinnepsfræ
1 tsk kanill
1/2 tsk negull
1 msk turmerik
tæp tsk Cayenne pipar
1 msk paprikuduft
2 tsk sítrónusafi
2 msk hvítvínsedik
1 tsk púðursykur
1 tsk salt
2 bollar vatn

Kjúklingalærin þurfti að skinnhreinsa, salta og pipra og brúna síðan á pönnu með smjörinu. Þegar kjúklingurinn er lokaður er hann settur í stóran pott.

Í fitunni er laukurinn og hvítlaukurinn steiktur, en ég lét SmoothChopperinn um að nánast mauka þá. Þegar laukurinn er orðinn gullinbrúnn er hann settur í pottinn með kjúklingalærunum og kryddin með.

Best að hræra duglega í draslinu meðan potturinn hitnar á hellunni, en síðan bætum við restinni útí, og látum sjóða í 45 mínútur. Ég lét kássuna sjóða í svona 10 mínútur með lokinu á, en restina af tímanum loklausa, þar sem mér fannst hún heldur þunn. En í lokin var hún orðin bara ágætlega þykk.

Þetta var alveg hinn besti matur, og alveg feiki nógu sterkur þótt ég hefði sett bara rúmlega helminginn af Cayenne magninu í upprunalegu uppskriftinni.

Við bárum þetta fram með turmerik hrísgrjónum, og hefðum átt að hafa naan líka!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s