Salsasósa

Vinkona mín sem kynnir Tupperware útbýr salsasósu í SmoothChoppernum frá þeim á hverri kynningu. Ég hef farið á þær nokkrar og verð að segja að ég fíla þessa sósu hennar. Um daginn ákvað ég að prófa að gera hana og hafa hana með tortillum í kvöldmatinn. Það lukkaðist bara býsna vel og var ágætis tilbreyting frá Santa Maria. Ég breytti uppskriftinni aðeins, og birti hana í því formi sem ég gerði hana.

20130110-170329.jpg

Salsasósan

1/4 rauðlaukur
1-2 rif hvítlauk
1/2 rauð paprika
1/4 – 1/2 rautt chili
2 tómatar
1 dós tómatpúrra
Safi af 1/2 lime
1/2 msk olífuolía
1/2 msk mexikanskt krydd (Ég nota bara taco spice mix)
Salt

Og hér geri ég fyrirvara; því miður var bæði chili-ið og hvítlaukurinn minn ónýtt, þannig í staðinn fyrir ferskt chili var ég með chili duft og í staðinn fyrir hvítlaukinn minn var ég með hvítlaukspúrru úr túpu. Hvort tveggja bara slumpað.

Fyrst setti ég rauðlaukinn, paprikuna og hvítlaukinn í SmoothChopperinn, en það er án alls vafa hægt að notast bara við matvinnsluvél. Þetta hakkaði ég frekar fínt, þótt það sé bara smekksatriði hversu gróft maður vill hafa sósuna. Tómatana brytjaði ég aðeins niður og skellti útí með restinni af listanum og lét kvikindið ganga aðeins lengur.

Voila. Ekki flókið það.
Verði ykkur að góðu!

Mynd | Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s