Konfektsmákökur

Nú eru jólin í algleymingi, og ég nýti mér það sko til að baka. Þessar smákökur urðu algjört uppáhald hjá okkur um leið og við smökkuðum þær, en þær eiga sér skemmtilega sögu á okkar heimili.

Við vorum komum eitt sinn í heimsókn til frænku minnar stuttu fyrir jól, eftir langa keyrslu þvert yfir landið. Hún sagði aumlega að hún ætti ekkert til að bjóða okkur, þar sem hún væri ekkert búin að baka. Maðurinn hennar ræskti sig, og hún segir þá, að hún sé jú búin að baka. En bara eina sort, og hún sé svo vond. Enginn á heimilinu geti borðað kökurnar, þar sem þær séu svo vondar. Maðurinn stendur fyrir aftan hana og kinkar kolli. Dætur þeirra heyra frásögnina, og koma til að segja okkur að þessar kökur séu sko alveg rosalega vondar.

Við vorum svo hissa, hvaða kökur gætu verið svona rosalega skelfilega vondar? Við vorum forvitin og vildum endilega í það minnsta fá að sjá herlegheitin. Konugreyið kemur með baukinn og ofan í honum voru þessar litlu krúttlegu kökur, og þær litu bara ekkert skelfilega út. Við tókum okkur hvort sína, og bitum í. Þær reyndust sko bara ekkert vondar, og urðu okkar uppáhalds. Það kom svo í ljós, að fjölskyldunni þóttu bara harðar kökur ekkert góðar, en þessar voru sko vel stökkar – og líkaði okkur vel! Síðan hafa þessar kökur verið kallaðar okkar á milli vondu kökurnar.

20121202-140120.jpg

Uppskriftin kemur úr kökubók Hagkaupa (bls. 98) og heita þessar kökur víst konfektsmákökur í alvörunni. Ég vara ykkur þó við, að fylgja ekki uppskriftinni eins og hún er þar, þar sem hún er of lítil – ég geri alltaf tvöfalda, svo þær klárist ekki meðan þær eru enn að kólna á plötunni!

(þessi er ss. tvölföld)

220 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
200 gr smjörlíki
180 gr sykur
140 gr púðursykur
80 gr mulið kornflex
100 gr kókosmjöl
180 gr haframjöl
2 egg
2 tsk vanillusykur
ca. 200 gr grófsaxað suðusúkkulaði

Blandið öllu nema súkkulaðinu saman í hrærivélarskálina og hnoðið saman. Mótið litlar kúlur og dýfið þeim í súkkulaðibitana (pressið þeim ofan í þá, svo það tolli margir á kökunum – miiikið súkkulaði þýðir góðar kökur!). Setjið á plötu og bakið við 180° í 11-13 mínútur.

Verði ykkur að góðu!

…og ekki gleyma mjólkurglasinu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s