Chicken tikka masala

Tikka Masala – einn fyrsti rétturinn sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um Indverskan mat.

Ég er svolítið upptekin af Indverskum mat eftir að ég kom frá Indlandi. Það bara var svo gott að borða þar!

Nýlega gerði ég tilraun við Tikka Masala kjúkling, og hann tókst svona prýðis vel, maðurinn minn er enn að dásama hann.

20121202-130857.jpg

Ég hef samt ekki enn lagt í að gera naan brauð sjálf, en naan brauðið keypti ég á Indian Curry Hut, og jesús hvað það var gott!

Uppskriftin að Tikka Masala réttinum er fengin héðan. Það lá við að ég nennti ekki að nota þessa uppskrift, þar sem pósturinn er svo illa upp settur – of mikið af myndum til að elda eftir honum nema vera alltaf skrollandi, og neðst á síðunni er uppskriftin sett upp til prentunar, en er svo agalega ónákvæm varðandi mælingar! En ég sé sko ekki eftir því að hafa slegið til.

Ég gerði hálfa uppskrift, að mestu leyti, en hún dugaði okkur tveim í kvöldmat og manninum mínum í hádegismat daginn eftir. Svona gerði ég:

3 kjúklingabringur
salt
1/4 bolli hreint jógúrt
smjör
3/4 bolli rjómi
1 dós af diced tomatoes
1 laukur
Góður bútur af ferskum engifer
2 stórir geirar af hvítlauk
Cumin
Kóríander
1,5 msk Garam Masala (Ég notaði santa maria)
1/2 msk sykur
1 rautt chili
Cayanne eftir smekk

Við leggjum bringurrnar okkar á disk og söltum báðu megin á þær. Svo stráum við yfir þær góðu magni af cumin og kóríander. Svo smyrjum við þær með jógúrti, líka báðu megin. Svo setti ég þær á grind yfir bakka (spreyjaði grindina með cooking sprey) og tjúnnaði grillið í ofninum upp (max). Þar böðuðu þær sig í ca 10 mínútur áður en ég velti þeim og henti þeim aftur inn í aðrar 10.

Á meðan brytjaði ég laukinn og steikti hann uppúr smjörinu, bætti svo við rifnum hvítlauk, rifnu engiferi og smátt brytjuðu chili, þegar laukurinn var orðinn mjúkur. Síðan fór Garam masalað út á pönnuna, og stuttu seinna tómatarnir (með safanum!). Síðan setjum við sykurinn útí, og leyfum þessu að malla í góða stund.

Þegar sósan var farin að þykkna tók ég hana af hellunni og setti hana í matvinnsluvélina í smá stund, til að ná henni aðeins sléttari. Það var reyndar alveg geðveikt, gaf réttinum sama yfirbragð og mér fannst vera á öllum kjúklingaréttunum þarna úti, maður sá mjög sjaldan einhverja bita í sósunum aðra en kjúklinginn. Svo skellti ég þessu aftur á pönnuna og hitaði aftur þar til fór að krauma. Þegar sósan var farin að krauma aftur setti ég rjómann útí og hitaði.

Þegar sósan var farin að ná upp hita, smakkaði ég hana til og bætti í smá Cayanne. Við erum frekar miklir kjúklingar þegar kemur að sterkum mat, þannig ég setti ekki voða mikið af cayanne.

Ég bar þetta fram með basmati hrísgrjónum, maís og aðkeyptu naan brauði. Þetta var ótrúlega einfaldur en góður réttur, sem ég get sko alveg mælt með!

Verði ykkur að góðu!

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s