Chicken Tandoori

Mmm..

20121118-195844.jpg

Það er ekki hægt að segja annað en að Tandoori kjúklingur sé ekta grill-kjúklingur hér á Íslandi þar sem fólk á almennt ekki Tandoor ofna, en grill eru býsna algengar eignir. En nú er víst nóvember, og það sést varla móta fyrir grillinu á svölunum, enda lítið annað verið um að vera síðustu daga en snjókoma.

Ég lét það ekki aftra mér og ákvað að prófa að elda Tandoori kjúkling, þótt ég ætti hvorki Tandoor ofn né hefði greiðan aðgang að grillinu. Ofninn varð bara að duga.

Byrjum á byrjuninni; uppskriftin að kjúklingnum er fengin héðan.

Uppskriftin kallar eftir niðurhlutuðum kjúkling, en ég hinsvegar nenni ekki að borða kjúklingaleggi og læri ef ég kemst hjá því, og ákvað þessvegna að nota bara bringur í staðinn. Auk þess vorum við bara tvö að borða, og helmingaði ég því uppskriftina. Ég set hana inn hérna eins og ég gerði hana. Ég notaði þrjár bringur, en auðvitað varð afgangur af þessu. Ég gat samt ekki heyrt á manninum mínum annað en að hann yrði glaður með að fá þetta í hádegismat á morgun!

3 kjúklingabringur
1/4 bolli hreint jógúrt
1 msk nýkreistur sítrónusafi
1/2 tsk pressaður hvítlaukur
1/2 tsk rifin engiferrót
1/2 msk cumin (já, matskeið)
1/2 tsk malað kóríander
1/4 tsk Cayenne pipar (má vera aðeins meir ef þið viljið hann sterkann)
1/8 tsk malaðar kardimommur
1/8 tsk malaður negull
1/8 tsk nýmalaður svartur pipar
1 tsk salt

Ég skar hverja kjúklingabringu í 4 bita, og setti í eldfast mót. Tók síðan allt hitt í uppskriftinni, skellti í skál og hrærði saman, hellti svo yfir kjúllann og velti honum duglega uppúr öllu jukkinu. Ég er að segja ykkur það – lyktin er svo góð, og það er svo erfitt að bíða með þetta inni í ísskáp meðan þetta marinerast! Eeeen, þegar ég var búin að velta bitunum duglega í marineringunni, þá skellti ég bara filmu yfir fatið og inn í ísskápinn. Þar dúsaði þetta í 9 tíma.

Þegar tíminn var kominn tók ég svona bakka með grind og spreyjaði grindina duglega með non-stick spreyi. Raðaði svo bitnum á grindina, stillti ofninn á 180° og henti draslinu inn.

Í 20 mínútur lá kjúllinn á 180°, en þá stillti ég ofninn á Grill (sem í mínum gamla-eðal-ofni þýðir mesti mögulegi hiti)m, og hafði bitana inni í 10 mínútur í viðbót. Þá fengu þeir svona töff grillað lúkk og fíl.

Þetta var alveg ískyggilega gott, en bitarnir hefðu mátt vera aaaðeins styttra inni. Þessir minnstu voru í það þurrasta, en þessir stærri voru geggjaðir. Ég sé alveg fyrir mér að senda kallinn út með svona bringur á grillið næsta sumar, með helling af salati og maísstönglum.

Verði ykkur að góðu!

…Guð veit að mér varð það!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s