Brauðstangir

Okkur finnst voða gott að baka okkur pizzu á föstudagskvöldi, eða laugardags, en ég er þannig gerð að ég hef alltaf verið sökker fyrir meðlætinu sem kemur með pizzum af pizzastöðum, bæði hvítlauksbrauðum og brauðstöngum. Hef ég þessvegna gert fjölmargar tilraunir til að finna gott meðlæti með heimagerðu pizzunum, en þessi uppskrift komst strax í raðir uppáhalds uppskriftanna!

20121006-194343.jpg

Upprunalega er uppskiftin fengin héðan. Hún er ótrúlega einföld og fljótleg, og svo gersamlega þess virði.
Ég hef alltaf helmingað uppskriftina þegar ég geri hana fyrir okkur tvö (stelpurnar vilja ekki brauðstangir ennþá!) og alltaf átt afgang, en ég hef einu sinni bakað hana fyrir 5 manns, og þá gerði ég heila.

3 bollar hveiti (hef notað 2 af hvítu hveiti og 1 af heilhveiti, og það kom bara vel út líka)
1 teskeið salt
1 teskeið hvítlauksduft (má alveg vera aðeins meir!)
1 matskeið lyftiduft
1 bolli mjólk (ég hef alltaf þurft að setja meira, bara spila þetta eftir eyranu)
110 gr smjörlíki (hef sett aðeins meir af smjörlíki líka)

Eftir smekk:
Hvítlaukssalt
Hvítlauksduft
Þurrkuð steinselja

Skellið hveiti, salti, hvítlauksdufti og lyftidufti í skál og hrærið vel saman. Útí þetta skellið þið mjólkinni og hrærið þar til myndast hefur ein frekar blaut kúla. Ég tek kúluna og skelli henni á skurðarbretti þar sem ég móta hana létt í ferhyrning. Ég forðast að hnoða þetta mikið, og hef komist að því að þær verða mýkri og betri ef ég læt kökukeflið vera, og móta deigið bara létt með fingrunum.

Ofninn þarf að hita í 220°, og inn í hann er best að skella eins og einu eldföstu móti eða öðru ferhyrndu móti sem hentar vel undir brauðstangagerð. Í uppskriftinni er talað um 9×13″ (23×33 cm) form, en ég hef nú bara notast við það sem hefur verið hendi næst, gjarnan klassískt eldfast mót úr IKEA þegar ég hef gert hálfa uppskrift. Í formið skellið þið smjörlíkinu og látið það bráðna í ofninum meðan hann hitar sig.

Deigið verður að móta sirka eins og formið, þannig hægt ég að koma því haganlega fyrir í heitu forminu. Þegar smjörið er bráðið er komið að því að taka formið út. Nú er komið að partinum sem ég er gjörn á að gleyma, afþví spenningurinn ber mig ofurliði. Ofan í bráðið smjörið er gott að strá smá hvítlauksdufti og -salti, ekki of mikið, en heldur ekki of lítið. Nú er komið að því að notast við smekkinn – „eftir smekk“.

Þegar þið eruð búin að salta og hvítlauka smjörið verður að leggja deigið varlega ofan í það. Svo grípum við okkur pizzuhníf í hönd (hann er a.m.k. það tól er ég myndi helst velja) og skera degið í mjóar ræmur – en einnig hér reynir á smekkinn. Gott er að nota pizzahnífinn til að ýta við stöngunum svo smjörið renni á milli þeirra, þá er auðveldara að losa þær í sundur seinna meir. En þær eiga að liggja þétt saman í bakstrinum. Þegar það er búið að skera þær allar og smjörið varið að leka upp á milli þeirra, er gott að smyrja smá smjörlíki til viðbótar ofan á þær, bara létt. Svo stráir maður hvítlaukssalti og hvítlauksdufti á þær, og svo steinselju til skrauts og lúðrar þessu inn í ofn í einar 15 mínútur eða svo. Þegar stangirnar eru orðnar gullnar og fallegar eru þær tilbúnar.

Þá er bara eftir að skella smá af uppáhalds pizzasósunni eða pastasósunni í litla skál og strá yfir parmesan osti og ta-da, havaríið er klárt – passaðu þig bara á tvennu: að lækka á ofninum áður en pizzan fer inn, og að vera ekki orðin södd, þegar pizzan kemur út! Það er erfiðara en það virðist við þennan lestur!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s