Smoothie

Einn daginn var ég í Nettó, og sá að það var tilboð á ferskjum, nektarínum og plómum. Hafandi nánast enga reynslu af nektarínum og plómum, og litla af ferskum ferskjum, ákvað ég að slá til, og greip eina öskju af hverju. Þegar ég kom heim með varninginn brytjaði ég ósköpin og setti í ziplock-poka, sitt lítið af hverju í hvern þeirra, en pokarnir urðu 5, og það stórir að ég sá að þetta yrðu a.m.k. 10 smoothie-ar. Svo flatti ég bara pokana út, og frysti, þannig nú á ég fullt af tilbúinni smoothie-blöndu, bara setja smá vökva útí og blanda!

20120903-204516.jpg

Einn góðan veðurdag setti ég svo 2dl af ávaxtasafa í blandarann, hálfan ziplock af frosnu blöndunni minni og nokkra bita af frosnum banana (líka hægt að nota 1/2 ófrosinn). Í þetta skiptið var ég með Pure Heaven einhvern blandaðan ávaxtasafa úr Bónus. Ég varð ekkert mjög hress þegar ég áttaði mig á því að sykurinn í innihaldslýsingunni hafði sloppið fram hjá mér, EN – ég veit það þá bara næst.

Eftir sem áður bragðaðist blandan alveg ótrúlega vel, sumarleg og pínu tropical og jömmí.

Blandan fyllti akkúrat svona 4dl glas úr Ikea, sem var bara prýðilegur skammtur. Litla eins árs skottan mín var ekkert smá hrifin af þessu, og drakk mömmu sína nánast af!

En – passaðu þig að fá ekki breinfrís!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s