Enchiladas!

Þetta er „the ultimate comfort food“. Ótrúlega einföld uppskrift og ekkert vesen, en ótrúlega góður matur – þótt lúkkið sé kannski ekki alveg í lagi.

20120903-204437.jpg

Þessu kynntist ég þegar vinkona mín og maðurinn hennar (sá sami og kynnti mig fyrir þessum) buðu okkur í mat, en þau höfðu prófað þessa uppskrift, og fallið fyrir henni. Óþarfi að fjölyrða um það, en við kolféllum um leið og fyrsti bitinn var tekinn.

Uppskriftin kemur héðan.

Kjúklinga-Enchiladas (með snúningi!)

2 kjúklingabringur (ég notaði nú bara frosnar Euroshopper)
1 Cream of mushroom súpa frá Campbells (líka hægt að nota Cream og Chicken)
1 bolli af mildri salsa sósu (ég keypti eina krukku af Chunky Salsa frá Santa Maria, og það passaði akkúrat þegar ég notaði afganginn í staðinn fyrir Enchiladasósuna)
3 bollar af rifnum osti (Ég keypti bara einn poka af ódýrum rifnum heimilisosti frá MS, og notaði hann ekki allan)
1/2 bolli Enchilada sósa (þessa hef ég hvergi fundið hér í búðum, þannig ég notaði bara salsa – en á „to-do“ listanum er uppskrift að Enchilada sósu)
8 tortillur
salt

Ég skellti bringunum bara frosnum í pottinn og sauð þær þar til þær voru klárar, minnir að það hafi verið ca. 20 mínútur. Þegar þær voru klárar reif ég þær niður í sæmilega bita, en ekki of stóra þó. Tók svo vatnið sem þær voru soðnar í, og notaði til að útbúa sveppasúpuna eftir leiðbeiningunum á dósinni. Svo skellti ég salsasósunni útí og kjúklingnum og hitaði aðeins, tók svo af hellunni og setti einn bolla af osti útí og hrærði.

Þá var komið að því að fylla tortillurnar, en það var svolítið subbulegt verk – þar sem osturinn var jú allur mjög teygjanlegur og vildi allur hanga saman! Ég notaði stórt eldfast mót undir tortillurnar, mokaði 2 litlum ausum af gumsinu innan í þær, lagði aðra hliðina yfir og svo hina, og flippaði þeim svo, svo þær myndu haldast lokaðar. Trúðu mér, það er ekki auðvelt að eiga við þær! Þetta hljómar auðveldara en það reynist. Þessa meðferð fengu þær allar, þar til mótið var fullt af girnilegum tortillum sem ilmuðu ómótstæðilega. Þá smurði ég restinni af salsasósunni ofan á þær, og dreifði slatta af osti (eða um það bil þar til mér varð nóg um magnið!) og skellti í ofninn, sem var stilltur á ca. 180°C. Þar lúrðu þær í svona 20 mínútur, þar til osturinn var byrjaður að taka á sig lit.

Þegar þær koma út hefst svo annar kafli í sögunni sko. Fyrst verður manni að takst að koma þeim á diskinn sinn með litlum afföllum, en ég legg til að nota tvo spaða til þess, svo gumsið leki ekki allt út um endana og þú standir uppi með tóma tortillu á spaða og gums á ofnplötu. Stingdu einum spaða undir hvorn endann og vippaðu henni yfir á diskinn. Dreifðu svo muldu doritosi eða öðrum nachos flögum yfir dýrðina.

Með þessu skaltu bera fram maísbaunir, salat og munnþurrkur! Þú getur sleppt maísnum og salatinu ef þú vilt, en ekki sleppa munnþurrkunum! OG – notaðu hnífapör. Annars er voðinn vís.

Þetta er svona matur sem fær mann til að fara að skæla þegar maður er orðinn saddur, afþví mann langar ekki að máltíðinni sé lokið. Já, jafnvel þótt þetta sé ekki nautavöðvi, og sé bara frekar subbulegur matur. Þetta er gott. Svo gott.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Enchiladas!

  1. Dóra Lilja sagði:

    Væri ekki möguleiki að snúa þessu rétt en setja tannstöngla til að halda þessu lokuðu? Annars mun þessi vera prufuð 🙂

    • tilraunaeldhusid sagði:

      jú, alveg klárlega sko! 🙂 Við elduðum þetta einmitt um helgina, þetta er svo gott (en samt svolítið sveitt.. hehe)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s