Kartöflur

Ókei, kannski ekki besta mynd í heimi, en í kvöld gerði ég þessar. Ég ætlaði upphaflega að gera þessar, sem ég hafði áður gert, með því að sjóða kartöflurnar, en ekki skella þeim í öbbann. Öbbinn minn nefnilega gaf upp öndina, sjáið til, fyrir rúmum 2 mánuðum síðan, og á þeim tíma hef ég komist að því að öbbar eru ofmetnir. Eníveis, ég skellti nokkrum fallegum nýjum íslenskum kartöflum í pott, en svo þegar ég ætlaði að athuga með þær, þá voru þær berháttaðar, eða svo gott sem, og ekki alveg tilbúnar í dekstur eins og uppskriftin krafðist.

Þannig ég impróvæsaði aðeins, en þó undir áhrifum frá þessari. Útkoman var sérdeilis ágæt, þótt ég muni setja aðeins meira smjör næst!

20120903-204325.jpg

Ég sauð semsé nokkrar kartöflur, og þegar þær komu upp úr pottinum lagði ég þær í eldfast mót og þrýsti ofan á þær með gaffli, en þó ekki of mikið. Tók svo íslenskt ósaltað smjör beint úr ísskápnum og skóf ofan á hverja þeirra, svona kannski eins og 1/2 til 1 tsk, en næst mun ég vera örlítið örlátari á smjörið. Sullaði svo yfir þetta slatta af hvítlauksduft og maldonsalti, og svo góðan slatta af ódýrari gerðinni af parmesan. Ofaná allt saman reif ég svo smá parmesan og henti í ofninn, og lét þetta dúsa þar, í svona 30 mínútur, eða þar til kjúklingurinn varð tilbúinn og mér fannst töflurnar girnilegar.

Þær voru virkilega bragðgóðar, en of mjölkenndar. Þær eru dyntóttar, kartöflurnar.

En, verði ykkur að góðu!

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s