Kaffitertan hennar ömmu

Þessa uppskrift fékk ég hjá ömmu minni, og er hún ein af mínum uppáhalds. Systir mín segir að það sé ekki veisla ef þessa vantar.

Þessi er kölluð kaffiterta, enda smá kaffi í henni og hún er líka prýðileg með kaffinu (geri ég ráð fyrir, hún er a.m.k. prýðileg, en ég drekk ekki kaffi, svo ég get ekki dæmt um það).

Í kökuna þarf:

50 g smjörlíki
185 g sykur
1 egg
1 eggjarauða
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
1 msk kakó
60 g kaffi
60 g mjólk
Vanilludropar – ég set venjulega 1 tsk.

Hrærið saman sykur og smjörlíki, bætið svo egginu og eggjarauðunni við. Þegar það er orðið vel blandað, þá má setja restina útí og hræra þar til slétt – en samt ekki of lengi. Bakist við 180°C í tveim 22 cm formum. Deigið er þunnt, ekki örvænta!

Í kremið þarf:

115 g púðursykur
50 g sykur
½ dl vatn
1 eggjahvíta

Kælið kökuna vel. Til að gera kremið þarf að stífþeyta afgangs eggjahvítuna, og á meðan að hita púðursykurinn, sykurinn og vatnið, þar til sykurinn er uppleystur. Er sýrópið svo látið ylvolgt út í eggjahvítuna, hellt ofan í skálina í mjórri bunu meðan hrært er. Mér finnst gott að þeyta svo í smá stund þegar sýrópið er komið útí. Þetta er býsna mikið krem á ekki stærri köku, en því meira því betra, og hún er algjört nammi með öllu þessu kremi.

Kremið geymist ekki vel, þannig best er að setja á kökuna rétt áður en á að bera hana fram. Þetta er sko nammigott!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Kaffitertan hennar ömmu

  1. Bakvísun: Oreo cupcakes | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s