KFC Zinger Tower

Þetta lærði ég af félaga mínum, en hann talar um að þetta sé endurgerð af KFC Zinger (eða Zinger Tower? Ég man það ekki, ég er ekki svo fróð um KFC). Og djöfulli gott er það!

20120823-203913.jpg

Það er nú ekki hægt að segja að þetta sé flókin eldamennska, en í svona borgara þarf (magn fer eftir fjölda þeirra sem borða, að sjálfsögðu):

Kjúklingaborgara, þessir voru fengnir í Nettó, fyrirframkryddaðir – Eins auðvelt og það gerist.
Kartöflu-patties, þessa fengum við í Hagkaup, en það má eflaust gera þá ódýrari og hollari með því að útbúa þá bara á svipaðan hátt og kartöfluskífurnar sem ég bloggaði um síðast.
Hamborgarabrauð
Ost
Salsasósu
Sýrðan rjóma
kálblöð

Borgarinn er svo útbúinn með því að steikja kjúklingaborgarann og kartöflu-pattyið, en ég kryddaði hvorugt, þar sem kjúklingaborgarinn var fyrirfram kryddaður. Á brauðið skellir maður salsa og smá sýrðum rjóma, allt eftir smekk. Setur ostsneiðar á borgarann, og best að skella svo borgurunum saman svo osturinn bráðni alveg! Mmm.. Borgararnir fara svo á brauðið, ofan á sósuna, þar ofan á kemur annar skammtur af salsa og sýrðum, kálblað (eða mörg, þessvegna) og hitt brauðið. Franskar úr ofni með þessu; easy peasy og suddalega gott (því miður eiginlega, því þetta er ekki alveg það hollasta!)

Ég er varla búin að kyngja honum þegar ég er farin að sjá eftir að vera búin með hann. Og farin að hlakka til næst!

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við KFC Zinger Tower

  1. Bakvísun: Enchiladas! | Tilraunaeldhúsið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s