Banana og súkkulaðibitamöffins

Girnilegri en allt, en ég á frekar erfitt með að fella mig við bragðið. Maðurinn minn, hinsvegar, var hæstánægður!

20120823-205608.jpg
Uppskriftin er fengin héðan.

Banana og súkkulaðibitamöffins

2 bollar hveiti
2/3 bolli sykur
1 matskeið (já, matskeið) lyftiduft
1 teskeið salt
1/2 bolli dökkir súkkulaðibitar (ég setti 100 gr. Ég þoli ekki bollamál á einhverju öðru en beisic innihaldsefnum eins og hveiti og sykri)
3 miðlungs bananar, stappaðir (ég mauka banana alltaf með töfrasprotanum ef ég þarf að nota þá í bakstur)
1 egg
1/3 bolli bráðið smjör (75 gr!)

Blandið þurrefnunum saman í skál, hrærið súkkulaðibitunum saman við. Í annarri skál blandið bönunum, eggi og smjöri, og hellið svo blöndunni yfir þurrefnin og blandið þar til hveitið hefur tekið í sig vökvann. Setjið í möffinsmót, ég set pappaform í möffinspönnu. Bakist við 180°.

Í uppskriftinni segir að það eigi að leyfa möffinsunum að kólna í 10 mínútur í pönnunni, en þar sem ég á bara eina pönnu, þá voru þeir slitnir upp úr henni nánast um leið, svo næsti skammtur kæmist í ofninn. Þeim varð ekki meint af.

Úr þessari uppskrift fékk ég 28 prýðilega vel útilátna möffinsa, í venjulegri stærð af pappaformum.

Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s