Little bits of heaven

Þessari uppskrift kynntist ég í maí, og er búin að gera hana ótal oft síðan. Allir sem smakka þetta nammi falla fyrir því um leið. Það er hættulegt, það hefur rosalega stuttan geymslutíma – og það er ekki vegna það að það skemmist!

Maðurinn minn kýs að kalla þetta little bits of heaven, og ég verð eiginlega að fallast á þá nafngift með honum! 🙂 Þeir eru súper einfaldir, en alveg ótrúlega góðir.

20120823-140405.jpg

Uppskriftin er upphaflega fengin héðan, en mikið breytt og endurbætt 🙂

Innihald:
3 lítil Mars (eða 2 kingsize)
75 gr smjörlíki
2 kúffullir bollar af Rice Krispies
100 gr suðusúkkulaði
100 gr núggat (Odense blöd nougat)

Takið mörsin úr umbúðunum og brytjið (eða rífið) í bita, setjið í pott með smjörlíkinu. Bræðið við vægan hita, en það er allt í lagi þótt það séu enn smá karmellu-flyksur eftir úr marsinu. Hellið þá út í 2 stút fullum bollum af rice krispies, og hrærið í þar til ræsin eru þakin karmellubráð. Takið eldfast mót, eða annað form, og klæðið að innan með álpappír. Formið sem ég nota er eldfast mót úr Ikea, ca 13x22cm. Hellið svo ræsinu í formið, og þjappið vel. Mér hefur fundist gefast best að þjappa með handafli, því þá tollir þetta betur saman. Þá er gott að eiga einnota hanska! Passið ykkur að skilja eftir nokkur ræs í pottinum, svo þið hafið eitthvað að gera – því næst verður ræsklumpurinn að fara í ísskáp í smá stund. Þá er gott að gæða sér á afgangnum úr pottinum, og vaska hann svo upp. Klumpurinn þarf ekkert að vera lengi í ísskápnum, en mér finnst betra að hann nái að stífna.

Að því loknu er suðusúkkulaðið brætt, og núggatið svo sett út í og hrært þar til slétt. Þessari blöndu er hellt yfir harðnaðan ræsklumpinn, og smurt jafnt yfir allan klumpinn, áður en þetta er sett aftur í ísskápinn. Þegar klumpurinn er orðinn stífur í gegn, og súkkulaðið harðnað, þarf að ná klumpnum upp úr forminu, og þar lendirðu í vondum málum ef þú hefur beilað á álpappírnum! Svo er klumpurinn bara skorinn eftir þótta, ég sker minn í 28 bita (4×7 – ohh, sjá bara hvað ég er snjöll!).

Bitarnir eru bestir beint úr ísskápnum, meðan þeir eru enn stífir og brotna undir tönn. Við stofuhita verður súkkulaðið frekar mjúkt og bráðnar hratt, sem gerir það að verkum að það er erfiðara að borða þá og halda kúlinu. En – kúlið er ekki nauðsynlegt fyrir framan sjónvarpið, þannig þú bara finnur þinn takt!
Verði ykkur að góðu!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s